Um Okkur

Í nútímanum upplifa börn mest ævintýraheima í gegnum skjámiðla svo sem sjónvarp og tölvur. Við viljum bjóða börnum að vera inni í þessum heimi ævintýranna á öruggann en raunverulegan hátt. Vera úti í náttúrunni sem mest og læra að virða hana, nýta og njóta. Til þess viljum við setja upp réttar aðstæður sem gefa þáttakendum öryggi og kraft en samt eins nálægt náttúrunni og við getum.

Við viljum gefa ímyndunaraflinu stað í raunveruleikanum. Okkur langar að bjóða börnum og fullorðnum með okkur í heillandi ljóðrænt ferðalag inní ríki ímyndunaraflsins.

Stað þar sem við getum á einlægan hátt upplifað náttúruna og reynt á alvöru hugrekki, þor og samhjálp. Þar sem að við getum upplifað okkur sjálf í félagi við aðra og kynnst heiminum, náttúrunni og frumefnunum. Í gegnum sögur, útiveru, leik, leiklist, sirkus, dans, söng og náttúruna viljum við bjóða ykkur að koma og taka þátt í ævintýrum með okkur.