Um Okkur

Í nútímanum upplifa börn mest ævintýraheima í gegnum skjámiðla svo sem sjónvarp og tölvur. Við viljum bjóða börnum að vera inni í þessum heimi ævintýranna á öruggann en raunverulegan hátt. Vera úti í náttúrunni sem mest og læra að virða hana, nýta og njóta. Til þess viljum við setja upp réttar aðstæður sem gefa þáttakendum öryggi og kraft en samt eins nálægt náttúrunni og við getum.

Við viljum gefa ímyndunaraflinu stað í raunveruleikanum. Okkur langar að bjóða börnum og fullorðnum með okkur í heillandi ljóðrænt ferðalag inní ríki ímyndunaraflsins.

Stað þar sem við getum á einlægan hátt upplifað náttúruna og reynt á alvöru hugrekki, þor og samhjálp. Þar sem að við getum upplifað okkur sjálf í félagi við aðra og kynnst heiminum, náttúrunni og frumefnunum. Í gegnum sögur, útiveru, leik, leiklist, sirkus, dans, söng og náttúruna viljum við bjóða ykkur að koma og taka þátt í ævintýrum með okkur.

Starfsfólk

image

Ívar
Holanders

Sögumaður, varaformaður

Ég elska sögur, að leika mér og vera úti í náttúruni. Ég er kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum, sirkuskall, garðyrkjunörd og einn af stofnendum Söguheima.

image

Viktor
Holanders

Sögumaður, gjaldkeri

Ég elska að vera úti, tálga skeiðar og taka ljósmyndir. Ég var í sirkus skóla og kann þess vegna að geggla alskonar hlutum, einnig er ég vef hönnuður og forritari og gerði ég meðal annars þessa síðu.

image

Hafdís
Hrund

Sögumaður

Ég er þriggja barna móðir, eiginkona og þroskaþjálfi með gott upplag þar sem ég er hæfileg blanda af kæruleysi og ábyrgðarkennd. Ég er kennari í 2.&3. Bekk í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum, elska að vera úti í náttúrunni og vinna með krökkum á þessum vettvangi.

image

Úlfur
Arnalds

Sögumaður

Ég er nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð, fyrrverandi nemandi Waldorfskólans í Lækjarbotnum og hefur tekið þátt í Söguheimum núna í 3 ár í röð. Og hef gamann af því að taka ljósmyndir.

image

Elvar
Bjarnason

Sögumaður

Ég er fyrrum nemandi waldorfskolanns i lækjarbotnum og stunda nú nám í bakaradeild menntaskólanns í kópavogi. Ég er listrænn og spila á selló. Ábyrgur og vanur útivist

image

Arna
Mjöll

Sögumaður

Ég heiti Arna. Ég er 17 ára og er í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég hef gaman að því að syngja og teikna. Ég hef tekið þátt í sumarbúðunum síðast liðnu tvö ár og hlakka til að vera með aftur!

image

Snúður

Sögumaður, húsdýr

Ég bý upp í Lækjabotnum og finnst gaman að láta klappa mér.