Sumarbúðir söguheima eru fimm til sjö daga ferðalag um sagnaheim ævintýrisins sem í boði er hverju sinni. Ævintýrið á sér stað í ævintýra dalnum í fallegu umhverfi Lækjarbotna. Þar reisum við tjöldin okkar og kveikjum upp varðeld undir gullnu þaki heimsins. Við ætlum að kynnast heiminum, náttúrunni og hvert öðru í gegnum útiveru og leik. Við munum horfa á eftir miðnætursólinni, sofa í tjöldunum og sitja við eldinn og búa saman í eina viku. Á daginn munum við æfa sirkus og dans, læra að tálga og skjóta boga, elda ljúfengan mat og mála úti með vatnslitum, teikna og segja sögur.
Í sumarbúðunum er farið inní eina sögu hverja viku. Þar söfnumst við saman í kringum sögupersónur og sögusvið sögunnar sem á sér stað. Á daginn munum við leika okkur í söguheimi sögunnar fá að upplifa hana, heyra og taka þátt í henni. Við fylgjum eftir sögupersónunum og þeim raunum og þrautum sem þær þurfa að leysa og tileinkum okkur þau sannindi og gildi sem er að finna í hverri sögu. Við snarkandi varðeld undir himinhvolfinu. Upplifðu söguna á eigin skinni.
Aðstaðan?
Við gistum í tjöldum og erum mest megnis úti við allan daginn. Á staðnum er hús þar sem að við geymum dótið okkar sem þarf að vera þurt, einnig höfum við hús til að borða í og aðstöðu þar sem við getum eldað í skjóli.
Mataræði ofnæmi og óþol?
Við leggjum okkur fram um að bjóða uppá lífræn og góð hráefni í matinn sem við eldum. Við viljum gjarnan fá að heyra frá ykkur ef barnið ykkar er með óþol, ofnæmi eða annað sérstak mataræði. Við erum vön að finna lausnir með mat sem tryggir öruggi allra og vel-líðann. Þið getið sagt okkur frá þessu með því að fylla út í skráningarformið undir “annað”.
Hvenar? Hvar? Hvað?
Við sendum ykkur upplýsingar til baka um þessa hluti í staðfestingar tölvupóst sem þið fáið eftir skráningu. Hvar og hvenær á að mæta og hverju þarf að pakka niður fyrir svona ævintýraför.
Hverjir eru að kenna?
Undir flipanum Um okkur má finna alla sem vinna fyrir söguheima og koma að námskeiðum hjá okkur. Við sem erum með sumarbúðirnar erum titluð “Sagnaþulir”. Allir sem vinna hjá söguheimum eru vanir leiðbenendur og útivistarfólk.
Hvernig borga ég?
Við sendum kröfu í heimabankann þegar þið hafið sent skráningarupplýsingar, en í skráningarforminu þarf meðal annars að fylla inn kennitölu.
Pökkunarlistinn
Hérna er pökkunarlistinn ef þið finnið eki pökkunarlistann þá er hægt að nálgast hann hér.