Lærðu að leika sirkuslistir
undir berum himni

Á námskeiðunum hjá okkur er farið í undirstöðuatriðin í sirkus og sviðsframkomu með áherslu á sköpun. Staðsetningin og aðstaðan okkar bíður uppá að æfa og sýna sirkus undir berum himni og upplifa það að takast á við hið ótrúlega á fallegum stað.

Komdu og fljúgðu um loftin blá, storkaðu þyngdaraflinu eða byggðu risastóran pýramýda. Lærðu að geggla, fara í stökk og handahlaup.

Boðið er uppá fimleika, geggl, línudans trampólín, listir í rólu, reipi og silki, trúðaleik, dans, og allt annað sem okkur dettur í hug og langar að gera saman. Miðað er við kennslu úti í náttúrunni en einnig er sirkusaðstaða inni. Námskeiðið er haldið í fallegu umhverfi og aðstöðu Waldorfskólans í Lækjarbotnum. Okkar markmið er að allir hafi gaman af því sem við gerum og fái að upplifa það að takast á við sjálfan sig í gegnum leik, sirkus og sviðsframkomu úti í skemmtilegu umhverfi.

Sirkus

Skráðu þig á póstlista fyrir viðburði og námskeið