Leikur þar sem allir mega vera
með bæði börn og fullorðnir

Dagur af leik, sköpun og ævintýri. Þetta er leikur þar sem allir mega vera með bæði börn og fullorðnir. Við byggjum hús, kveikjum elda í þorpinu okkar, tálgum, gerum sverð og bökum pinnabrauð. Allir mæta og setjast við bálstæðið. Eldurinn er kveiktur og við kynnumst leiknum því að það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að fá að vita. Svo byrjar leikurinn.

Mögnuð upplifun full af spennu, hlaupum, sköpun, hugvitsemi hugrekki, gleði, samnhjálp og fegurð

Við ætlum að leika okkur úti í gróðursælli náttúrunni í spennandi umhverfi Lækjarbotna. Í hrauninu, milli trjánna í giljunum og í grasinu úti í góða veðrinu. Þar verður hægt að byggja sér hús í litlu þorpunum okkar, negla, saga, hlaða steinum og hengja upp tjöld. Það má tálga, kveikja eld, gera sverð, syngja og dansa. Kannski eru þeir sem finna nóg hugrekki hjá sér til að fara út fyrir örrugt umhverfi þorpsins og kanna heiminn þar fyrir utan, en þar leynast villtar verur sem hafa óbeit á öllu sem er fallegt, reyna að fanga þá sem ráfa burt einir og gleyma sér stundarkorn. Kannski eru þeir sem eru nógu hugrakkir til að fara og berjast við þessi vondu öfl og fanga þessar verur og sigra.

Leikur sem snýst um samvinnu, sköpun, uppbyggingu og hið góða og fallega sem getur dimmu í dagsljós breitt.

Skráðu þig á póstlista fyrir viðburði og námskeið